NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu um kjarnavopn

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi. AFP

Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) hef­ur for­dæmt „hættu­lega og óá­byrga“ orðræðu Rússa eft­ir ákvörðun Vla­dimírs Pútíns for­seta um að láta flytja kjarna­vopn vest­ur yfir landa­mær­in til Hvíta-Rúss­lands.

NATO fylg­ist náið með stöðunni og hef­ur greint frá því að aðgerðin muni ekki leiða til þess að banda­lagið breyti eig­in kjarn­orku­stefnu.

Banda­rísk stjórn­völd sögðust ekki trúa því að Rúss­ar væru að und­ir­búa notk­un kjarna­vopna, að því er BBC grein­ir frá.

Gegn vilja hví­trúss­nesku þjóðar­inn­ar

Hvíta-Rúss­land á landa­mæri að Rússlandi og Úkraínu auk NATO-ríkj­anna Pól­lands, Lett­lands og Lit­há­ens.

Úkraínu­menn hafa óskað eft­ir neyðar­fundi Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna til að ræða hugs­an­lega ógn af yf­ir­lýs­ingu Pútíns.

Svetl­ana Ts­ík­hanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, sagði að yf­ir­lýs­ing Pútíns færi gegn vilja hví­trúss­nesku þjóðar­inn­ar og myndi gera landið að hugs­an­legu skot­marki fyr­ir hefnd­arárás­ir.

Sagði Pútín sagði að bygg­ing aðstöðu fyr­ir taktísk kjarna­vopn í Hvíta­rússlandi yrði lokið fyr­ir 1. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert