Árásarmaðurinn ung kona

Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville …
Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville fyrr í dag. AFP/Lögreglan í Nashville

Árás­armaður­inn sem stóð að baki skotárás í barna­skóla í Nashville er sögð hafa verið ung­lings­stúlka þó ekki sé enn búið að staðfesta hversu göm­ul hún var. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá lög­regl­unni í Nashville í Tenn­essee-ríki í Banda­ríkj­un­um.

Stúlk­an er sögð hafa myrt að minnsta kosti þrjú börn og þrjá full­orðna. Lög­regla í Nashville skaut hana til bana.

Um klukk­an 10:30 í Nashville, 15:30 að ís­lensk­um tíma barst lög­reglu í borg­inni til­kynn­ing um árás­ar­mann í skól­an­um. Lög­regla seg­ist hafa brugðist við á skömm­um tíma.

Vopnuð þrem­ur byss­um

Lög­regla seg­ir stúlk­una hafa verið vopnaða þrem­ur skot­vopn­um, enn hef­ur ekki verið staðfest hver hún er ná­kvæm­lega.

„Við vit­um í augna­blik­inu að skotárás­armaður­inn var kven­kyns, hún virðist vera á ung­lings­aldri þó deili á henni hafa ekki veið staðfest. Við vit­um að hún var vopnuð a.m.k. tveim­ur hríðskotariffl­um og skamm­byssu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka