Árásarmaðurinn ung kona

Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville …
Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville fyrr í dag. AFP/Lögreglan í Nashville

Árásarmaðurinn sem stóð að baki skotárás í barnaskóla í Nashville er sögð hafa verið unglingsstúlka þó ekki sé enn búið að staðfesta hversu gömul hún var. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nashville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum.

Stúlkan er sögð hafa myrt að minnsta kosti þrjú börn og þrjá fullorðna. Lögregla í Nashville skaut hana til bana.

Um klukkan 10:30 í Nashville, 15:30 að íslenskum tíma barst lögreglu í borginni tilkynning um árásarmann í skólanum. Lögregla segist hafa brugðist við á skömmum tíma.

Vopnuð þremur byssum

Lögregla segir stúlkuna hafa verið vopnaða þremur skotvopnum, enn hefur ekki verið staðfest hver hún er nákvæmlega.

„Við vitum í augnablikinu að skotárásarmaðurinn var kvenkyns, hún virðist vera á unglingsaldri þó deili á henni hafa ekki veið staðfest. Við vitum að hún var vopnuð a.m.k. tveimur hríðskotarifflum og skammbyssu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert