Sjö létust í skotárásinni í Nashville

Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville …
Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville fyrr í dag. Ung kona vopnuð a.m.k. þremur skotvopnum varð börnunum og þremur öðrum fullorðnum að bana. AFP/Lögreglan í Nashville

Að minnsta kosti þrjú börn hafa verið skot­in til bana í skotárás í skóla í Nashville, höfuðborg Tenn­essee-rík­is í Banda­ríkj­un­um. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu­yf­ir­völd­um í rík­inu er árás­armaður­inn einnig lát­inn.

Ekki ligg­ur fyr­ir á hvaða aldri fórn­ar­lömb skotárás­ar­inn­ar voru.

Skól­inn þar sem árás­in átti sér stað kall­ast The Co­ven­ant School og er kristi­leg­ur einka­skóli staðsett­ur í hverf­inu Green Hills. Nem­end­ur eru frá leik­skóla­aldri upp í tólf ára. 

Fjöldi er særður eft­ir árás­ina en ná­kvæm tala ligg­ur ekki fyr­ir.

Upp­fært klukk­an 17.37:

Staðfest hef­ur verið af lög­regl­unni í Nashville að sjö hafi lát­ist í árás­inni. Árás­armaður­inn er meðal lát­inna, auk þriggja barna og þriggja full­orðinna sem viðstadd­ir voru í skól­an­um.

Lög­regla seg­ir að árás­armaður­inn hafi verið kona sem virt­ist vera á ung­lings­aldri þó enn sé ekki búið að staðfesta ald­ur henn­ar og ekki kunn deili á henni. Hún var vopnuð tveim­ur hríðskotariffl­um og skamm­byssu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka