Sjö létust í skotárásinni í Nashville

Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville …
Minnst þrjú börn létust í skotárás í einkaskóla í Nashville fyrr í dag. Ung kona vopnuð a.m.k. þremur skotvopnum varð börnunum og þremur öðrum fullorðnum að bana. AFP/Lögreglan í Nashville

Að minnsta kosti þrjú börn hafa verið skotin til bana í skotárás í skóla í Nashville, höfuðborg Tennessee-ríkis í Bandaríkjunum. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í ríkinu er árásarmaðurinn einnig látinn.

Ekki liggur fyrir á hvaða aldri fórnarlömb skotárásarinnar voru.

Skólinn þar sem árásin átti sér stað kallast The Covenant School og er kristilegur einkaskóli staðsettur í hverfinu Green Hills. Nemendur eru frá leikskólaaldri upp í tólf ára. 

Fjöldi er særður eftir árásina en nákvæm tala liggur ekki fyrir.

Uppfært klukkan 17.37:

Staðfest hefur verið af lögreglunni í Nashville að sjö hafi látist í árásinni. Árásarmaðurinn er meðal látinna, auk þriggja barna og þriggja fullorðinna sem viðstaddir voru í skólanum.

Lögregla segir að árásarmaðurinn hafi verið kona sem virtist vera á unglingsaldri þó enn sé ekki búið að staðfesta aldur hennar og ekki kunn deili á henni. Hún var vopnuð tveimur hríðskotarifflum og skammbyssu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert