Humza Yousaf var rétt í þessu kjörinn nýr leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og þar af leiðandi mun hann taka við embætti forsætisráðherra.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skota, sagði af sér óvænt um miðjan febrúar eftir rúmlega átta ár í starfi.
Yousaf gegnir nú stöðu heilbrigðisráðherra en hann hlaut 52% atkvæða. Mótframbjóðandi hans, Kate Forbes, hlaut 48% atkvæða.
The Guardian greinir frá því að Yousaf hefur lofað að feta í fótspor Sturgeon og fylgja jafnaðarstefnu hennar. Þá sagðist hann þó vera „sinn eigin maður“.