Frestar frumvarpi vegna mótmæla

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur vægast sagt átt undir högg …
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur vægast sagt átt undir högg að sækja vegna frumvarps sem hann hefur reynt að koma í lög síðustu daga. AFP

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, ákvað í dag að fresta frek­ari áætl­un­um sín­um um að koma um­deildu laga­frum­varpi í lög. Áætlan­ir ráðherr­ans hafa valdið mikl­um usla og hafa leitt til gríðar­stórra mót­mæla í land­inu. 

Net­anya­hu til­kynnti þetta í ávarpi sínu fyrr í dag. „Af skiln­ingi á þjóðarábyrgð, af vilja til að koma í veg fyr­ir klofn­ing, hef ég ákveðið að gera hlé á ann­arri og þriðju umræði frum­varps­ins til þess leyfa lengri tíma til umræðna.“

Lögregla beitti háþrýstidælum gegn mótmælendum.
Lög­regla beitti háþrýsti­dæl­um gegn mót­mæl­end­um. AFP

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar myndu skerða vald hæsta­rétt­ar Ísra­els og veita stjórn­mála­mönn­um aukið vald við val á dómur­um. Lög­gjöf­in verður, að sögn Net­anya­hu, tek­in fyr­ir á næsta þingi sem hefst í seinni hluta apríl.

Um­mæli hans komu degi eft­ir að hann hafði vísað varn­ar­málaráðherra lands­ins úr embætti, Yoav Gall­ant, sem kallaði eft­ir því að stöðva lög­gjaf­ar­ferlið vegna áhyggna um þjóðarör­yggi.

Yoav Gallant, fráfarandi varnarmálaráðherra Ísraels.
Yoav Gall­ant, frá­far­andi varn­ar­málaráðherra Ísra­els. AFP

Fyrr í dag gerði Isaac Herzog, for­seti Ísra­els, svipaða kröfu og Gall­ant. Tugþúsund­ir mót­mæl­enda söfnuðust sam­an ná­lægt þing­inu í Jerúsalem eft­ir verk­falls­yf­ir­lýs­ing­una.

Suttu eft­ir að Net­anya­hu hafði til­kynnt hléið, var end­ir bund­inn á verk­föll­in í land­inu. Um 80.000 mót­mæl­end­ur tóku þátt í mót­mæl­un­um í Jerúsalem. Flug­ferðir voru truflaðar og ísra­elska lækna­fé­lagið hafði gengið til liðs við verk­falls­boðun­ina, sem hafði áhrif á op­in­ber sjúkra­hús, þó að það segði að neyðaraðstoð yrði ekki felld niður.

Mót­mæl­end­ur hafa mánuðum sam­an sagt um­bóta­áformin vera ógn við lýðræði í land­inu.

„Ber­sýni­leg ógn“

Áætlan­ir stjórn­valda hafa vakið áhyggj­ur banda­manna Ísra­els, þar á meðal Banda­ríkja­manna en banda­rísk stjórn­völd fagna hléi Net­anya­hus og kalla það „tæki­færi til að skapa frek­ari tíma og rými fyr­ir mála­miðlan­ir“.

Yair Lapid, leiðtogi ísra­elsku stjórn­ar­and­stöðunn­ar, sagði að hann væri reiðubú­inn til að taka þátt í viðræðum um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar, „ef lög­gjöf­in stöðvast sann­ar­lega og al­gjör­lega“.

Fyrr­um varn­ar­málaráðherr­ann Benny Gantz, leiðandi stjórn­ar­and­stæðing­ur, sagðist strax vera til­bú­inn í viðræður fyr­ir milli­göngu Herzog. „Betra seint en aldrei,“ sagði Gantz.

Frá mótmælum í dag.
Frá mót­mæl­um í dag. AFP

Rík­is­stjórn­in hef­ur haldið því fram að breyt­ing­arn­ar séu nauðsyn­leg­ar til að koma á jafn­vægi á milli valds milli þing­manna og dóms­kerf­is­ins.

Yoav Gall­ant, frá­far­andi varn­ar­málaráðherra, sem hafði verið traust­ur bandamaður Net­anya­hus, sagði frum­varpið vera „ber­sýni­leg ógn við ör­yggi Ísra­els“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka