Meira en ein fjöldaskotárás á dag

Í gær létust þrjú börn og þrír fullorðnir í skotárás …
Í gær létust þrjú börn og þrír fullorðnir í skotárás í skóla í Nashville í Tennesse. AFP/Seth Herald/Getty Images

128 fjöldaskotárásir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum það sem af er ári, það er meira en ein skotárás á dag þar sem að í dag er 87. dagur ársins. 

Fjöldaskotárásir eru skilgreindar sem skotárás þar sem fjórir eða fleiri einstaklingar særast samkvæmt gögnum stofnunarinnar Gun Violence Archive. 

Í gær létust þrjú börn og þrír fullorðnir í skotárás í skóla í Nashville í Tennesse. 

ABC News greinir frá því að minnsta kosti tólf skotárásir hafi verið gerðar á grunnskólalóðum.

Á sama tíma í fyrra voru skotárásirnar 113 og því 15 fleiri í ár. Alls voru fjöldaskotárásirnar 647 árið 2022 og árið áður voru þær 690.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert