Borgaryfirvöld í Amsterdam, höfuðborg Hollands, hafa beðið breska kynlífs- og eiturlyfjatúrista að „halda sig fjarri“.
BBC greinir frá stafrænni auglýsingaherferð borgaryfirvalda sem er miðuð að 18-35 ára gömlum breskum karlmönnum.
Farið var í herferðina út af ímynd Amsterdam sem frjálslyndustu „partíhöfuðborgar Evrópu“.
Auglýsingarnar einblína á áhætturnar sem fylgja óhóflegri notkun eiturlyfja og áfengis. Þær birtast fólki á samfélagsmiðlum sem leita að orðum eins og steggjaferð, ódýr hótel og „pöbbarölt“ í Amsterdam.
BBC greinir frá því að í mörg ár hafi verið kvartað undan ölvuðum Bretum sem kasta af sér þvagi, kasta upp og hlaupa um naktir á almannafæri í borginni.