Keypti sjö skot­vopn í að­draganda á­rásarinnar

Mikil sorg ríkir í samfélaginu í kring vegna árásarinnar.
Mikil sorg ríkir í samfélaginu í kring vegna árásarinnar. AFP/Brendan Smialowski

Árás­ar­mann­in­um, sem réðst inn í barna­skóla í Tenn­essee gær og skaut sex til bana, hafði tek­ist að út­vega sér sjö skot­vopn frá fimm stöðum í aðdrag­anda árás­ar­inn­ar. Öll vopn­in eru sögð hafa verið keypt á lög­leg­an máta.

Guar­di­an grein­ir frá því að for­eldr­ar árás­ar­manns­ins, Hale sem var 28 ára gam­all, hafi ekki talið vit­ur­legt að hann ætti skot­vopn. Þau hafi talið hann hafa selt sitt eina skot­vopn og ekki verið meðvituð um hin sex en Hale bar þrjú þess­ara skot­vopna við árás­ina.

Árás­in hófst um klukk­an þrjú í gær­dag að ís­lensk­um tíma eða klukk­an 10.00 í Nashville. Þar réðst Hale inn í kristi­lega barna­skól­ann The Co­ven­ant School og skaut sex til bana áður en hann var skot­inn til bana af lög­reglu. Hale banaði þrem­ur kenn­ur­um og þrem­ur börn­um.

Lög­regla hef­ur ekki vitn­eskju um hvað gekk árás­ar­mann­in­um til, en ljóst er að hann hafði skipu­lagt árás­ina í þaula. Var hann fyrr­ver­andi nemi við skól­ann. Við hús­leit á heim­ili hans fannst kort af skól­an­um og teikn­ing af því hverju hann ætlaði að klæðast við verknaðinn. 

Greint hef­ur verið frá því að Hale hafi verið að gang­ast und­ir ein­hvers kon­ar meðferð við and­leg­um kvill­um, hvers kyns meðferðin eða kvill­arn­ir eru ligg­ur ekki fyr­ir að svo stöddu.

Frá Nashville í dag.
Frá Nashville í dag. AFP/​Brend­an Smialowski
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka