Skotmaðurinn í Field's ákærður

Gefin hefur verið út ákæra á hendur manninum sem varð …
Gefin hefur verið út ákæra á hendur manninum sem varð þremur að bana í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

23 ára karl­maður hef­ur verið ákærður fyr­ir mann­dráp og til­raun til mann­dráps í versl­un­ar­miðstöðinni Field's í Kaup­manna­höfn á síðasta ári. Lög­regl­an í Kaup­manna­höfn grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu til fjöl­miðla í dag. Danska rík­is­út­varpið DR grein­ir frá

Maður­inn er ákærður fyr­ir að hafa orðið þrem­ur að bana. Er hann einnig ákærður fyr­ir til­raun til að verða ell­efu að bana. Þá er hann einnig ákærður fyr­ir að hafa skotið á hóp fólks.

Árás­in varð í versl­un­ar­miðstöðinni þann 3. júlí á síðasta ári. 

Maður­inn, sem var 22 ára þegar hann framdi skotárás­ina, nýt­ur nafn­leynd­ar.

Þau sem lét­ust voru 17 ára dreng­ur og 17 ára stúlka, og einnig 46 ára gam­all karl­maður. 

Á lokaðri geðdeild 

Ákærði hef­ur verið í haldi lög­reglu frá því að hann var dæmd­ur í gæslu­v­arðhald 4. júlí á síðasta ári. Hann hef­ur hins veg­ar ekki setið í fang­elsi held­ur á lokaðri deild á geðdeild. 

Hinn ákærði hef­ur ít­rekað verið yf­ir­heyrður af lög­reglu og hef­ur hann geng­ist við því að það hafi verið hann sem hleypti af skot­un­um. Hins veg­ar hef­ur hann ekki játað sekt sína í mál­inu á þeim grund­velli að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar hann framdi árás­ina. 

Greint hef­ur verið frá því að hinn ákærði reyndi að leita sér aðstoðar í hjálp­arsíma, en eng­inn var á vakt þegar hann reyndi að ná í gegn. 

Kaupmannahafnarlögreglan hefur rannsakað málið undanfarna níu mánuði.
Kaup­manna­hafn­ar­lög­regl­an hef­ur rann­sakað málið und­an­farna níu mánuði. AFP/​Mads Claus Rasmus­sen / Ritzau Scan­pix
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert