Skotmaðurinn í Field's ákærður

Gefin hefur verið út ákæra á hendur manninum sem varð …
Gefin hefur verið út ákæra á hendur manninum sem varð þremur að bana í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

23 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Lögreglan í Kaupmannahöfn greinir frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla í dag. Danska ríkisútvarpið DR greinir frá

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana. Er hann einnig ákærður fyrir tilraun til að verða ellefu að bana. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa skotið á hóp fólks.

Árásin varð í verslunarmiðstöðinni þann 3. júlí á síðasta ári. 

Maðurinn, sem var 22 ára þegar hann framdi skotárásina, nýtur nafnleyndar.

Þau sem létust voru 17 ára drengur og 17 ára stúlka, og einnig 46 ára gamall karlmaður. 

Á lokaðri geðdeild 

Ákærði hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var dæmdur í gæsluvarðhald 4. júlí á síðasta ári. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi heldur á lokaðri deild á geðdeild. 

Hinn ákærði hefur ítrekað verið yfirheyrður af lögreglu og hefur hann gengist við því að það hafi verið hann sem hleypti af skotunum. Hins vegar hefur hann ekki játað sekt sína í málinu á þeim grundvelli að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar hann framdi árásina. 

Greint hefur verið frá því að hinn ákærði reyndi að leita sér aðstoðar í hjálparsíma, en enginn var á vakt þegar hann reyndi að ná í gegn. 

Kaupmannahafnarlögreglan hefur rannsakað málið undanfarna níu mánuði.
Kaupmannahafnarlögreglan hefur rannsakað málið undanfarna níu mánuði. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka