Donald Trump ákærður fyrstur forseta

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/Chandan Khanna

Ákæru­dóm­stóll á Man­hatt­an ákvað í kvöld að ákæra Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Verið var að rann­saka hann í tengsl­um við mútu­greiðslur til klám­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels frá ár­inu 2016.

Þessu grein­ir CNN frá og seg­ist hafa eft­ir þrem­ur heim­ild­um sem þekki vel til máls­ins. 

Það hef­ur aldrei áður gerst í sögu Banda­ríkj­anna að fyrr­ver­andi for­seti fái á sig ákæru.

Fyrr í mars­mánuði lýsti Trump því yfir að hann bygg­ist við því að verða hand­tek­in á næstu dög­um. Hann hvatti stuðnings­fólk sitt til þess að mót­mæla þess­ari aðför gegn sér. Stuttu eft­ir að Trump greindi frá mögu­legri hand­töku lýstu hinir ýmsu Re­públi­karn­ar óbeint yfir stuðningi við  hann á meðan að málið myndi ganga yfir. Þá sögðu marg­ir þeirra um­dæm­issak­sókn­ar­ann Í Man­hatt­an, Al­vin Bragg, ganga er­inda Demó­krata­flokks­ins með afli rík­is­ins.

Talið var að rann­sókn ákæru­dóm­stóls­ins sner­ist um það að Trump hefði beðið lög­mann sinn um að greiða klám­leik­kon­unni Stor­my Daniels, réttu nafni Stephanie Clifford, um 18 millj­ón­ir króna árið 2016. Það hefði hann gert til þess að hún segði ekki frá ástar­sam­bandi þeirra í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna þetta sama ár.

Trump hef­ur neitað því staðfast­lega að hafa átt í nokk­urs­kon­ar sam­bandi við Clifford.

Í kjöl­far ákær­unn­ar hef­ur fyrr­ver­andi lögmaður Trump, Michael Cohen, lýst því yfir að niðurstaða ákæru­dóm­stóls­ins sýni að eng­inn sé yfir lög haf­inn, „ekki einu sinni fyrr­ver­andi for­seti.“

Árið 2019 játaði Cohen því, fyr­ir fram­an eft­ir­lits­nefnd­ full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, að hafa greitt Daniels, í umboði Trump fyr­ir að halda sam­bandi þeirra leyndu.

Í yf­ir­lýs­ingu sinni vegna máls­ins seg­ist Cohen ekki stolt­ur af því að þurfa að tjá sig um málið. Þá sé Trump sak­laus uns sekt sé sönnuð.

„Að þessu sinni vil ég segja tvennt. Ábyrgð skipt­ir máli og ég stend við vitn­is­b­urð minn og þau sönn­un­ar­gögn sem ég hef veitt sak­sókn­ar­an­um í New York,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

New York Times grein­ir frá því að ekki sé enn ljóst hverj­ir ná­kvæm­ir ákæru­liðir máls­ins séu en það komi í ljós á næstu dög­um. Þeir verði ljós­ir þegar Trump verði færður fyr­ir dóm. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka