Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Finnlands í Atlandshafsbandalagið (NATO). Tyrkland er síðasta þjóðin til að samþykkja umsóknina.
Ungverjaland var næstsíðasta þjóðin til að samþykkja umsókn Finna. Ungverksa þingið samþykkti umsóknina á mánudaginn.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti biðlaði til þingmanna tyrkneska þingsins að kjósa með aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu fyrir tveimur vikum.