Eldflaugafyrirtæki breska auðjöfursins Sir Richards Bransons, Virgin Orbit, ætlar að segja upp um 85% af starfsfólki sínu eftir að hafa mistekist að tryggja aukið fjármagn í reksturinn.
Fyrirtækið mun einnig hætta starfsemi um ófyrirsjáanlega framtíð, að því er BBC greinir frá.
Nokkrar vikur eru síðan fyrirtækið gerði hlé á starfsemi sinni á meðan það reyndi að laga fjármálin.
Fyrr á þessu ári mistókst eldflaug á vegum Virgin Orbit að koma gervihnöttum á sporbaug um jörðu.
Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um rúm 44% seinnipartinn í gær.
Uppsagnirnar munu hafa áhrif á um 675 starfsmenn þess.