Stór skýstrókur reið yfir Arkansas-ríki í Bandaríkjunum og olli þar „töluverðu tjóni“, að því er fram kemur í tísti frá Söruh Huckabee Sanders, ríkisstjóranum í Arkansas.
New York Times segir að skýstrókurinn hafi hafi eyðilagt tré og hús nálægt Little Rock, höfuðborg Arkansas. Fleiri en 70.000 manns séu án rafmagns í ríkinu.
Borgarstjóri Little Rock, Frank Scott, hefur óskað eftir af því að Sanders sendi þjóðarvarnarlið til að aðstoða við frágang eftir skýstrókinn.
A large tornado struck near Little Rock, Arkansas, on Friday afternoon, causing injuries, tearing down trees and destroying homes, according to the National Weather Service, whose meteorologists in the local office were forced to evacuate. https://t.co/dWWrmKqr5x pic.twitter.com/k6b7AOOmRg
— The New York Times (@nytimes) March 31, 2023