Stormur í glasi Trumps

Stormy Daniels skálaði í kampavíni í gær eftir að Trump …
Stormy Daniels skálaði í kampavíni í gær eftir að Trump var ákærður vegna mútugreiðslu til klámmyndaleikonunar. AFP

Stor­my Daniels skálaði í kampa­víni eft­ir að ákæra var lögð á hend­ur Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta. Ákæru­dóm­stóll á Man­hatt­an ákvað í gær­kvöldi að ákæra Trump í tengsl­um við meint­ar mútu­greiðslur til Daniels. 

Daniels, sem heit­ir réttu nafni Stephanie Clifford, birti tíst í kjöl­farið á Twitter þar sem hún þakkaði stuðnings­fólki sínu. „Takk fyr­ir all­an stuðning­inn og ást­ina! Ég fæ svo mörg skila­boð að ég næ ekki að svara þeim... enda vil ég ekki sulla kampa­vín­inu mínu niður,“ sagði Daniels og bætti við að pönt­un­um á eig­in­hand­arárit­un­um og varn­ingi henn­ar rigndi inni.

Trump kvænt­ur þegar sam­bandið átti sér stað

Daniels og Trump hitt­ust árið 2006 á golf­móti á Mar-a-Lago og stunduðu kyn­líf einu sinni, að sögn Daniels, sem er klám­mynda­leik­kona. Á tím­an­um sem þetta meinta ástar­sam­band átti sér stað hafði Trump verið kvænt­ur konu sinni Mel­aniu í eitt ár og son­ur þeirra Byron var aðeins mánaðargam­all. 

Daniels hafði sam­band við nokkra fjöl­miðla í aðdrag­anda for­set­kosn­ing­anna árið 2016, til að greina frá sam­band­inu við Trump. Trump og lög­fræðing­ar hans greiddu henni í kjöl­farið 130.000 banda­ríkja­dali, eða um 18 millj­ón­ir króna. 

Greiðslan í sjálfu sér ekki ólög­leg

Greiðslan til Daniels er ekki ólög­leg í sjálfu sér, en þegar Trump end­ur­greiddi lög­fræðingi sín­um fyr­ir að greiða Daniels, var greiðslan merkt sem lög­fræðikostnaður. Seg­ir sak­sókn­ari glæp­inn því vera föls­un á viðskipta­skrá, sem sé refsi­verður glæp­ur í New York-ríki, að því er BBC greindi frá. 

Einnig brýt­ur það mögu­lega í bága við kosn­inga­lög, þar sem Trump er sakaður um að hafa greitt Daniels fyr­ir þögn henn­ar, til að meint ástar­sam­band þeirra myndi ekki skaða fylgi hans í kosn­ing­un­um.

Í upp­hafi þver­tóku Trump og lög­fræðing­ur Michael Cohen hans fyr­ir bæði ástar­sam­bandið og greiðslurn­ar, en Cohen hef­ur nú játað að hafa greitt Daniels fyr­ir þögn henn­ar sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Trumps. Sjálf­ur neit­ar Trump því að hafa átt í ástar­sam­bandi við Daniels. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka