90% Parísarbúa vilja banna rafskútur

Áður hafði borg­ar­stjórn Par­ís­ar fagnað komu raf­skútna og litið á …
Áður hafði borg­ar­stjórn Par­ís­ar fagnað komu raf­skútna og litið á ferðamát­ann sem lofts­lagsvæn­an kost sem meng­ar minna en hefðbundin öku­tæki. AFP

Parísarbúar vilja banna leigu á rafskútum í borginni samkvæmt niðurstöðu atkvæðagreiðslu borgarstjórnar. 

BBC greinir frá því að 90% þeirra sem greiddu atkvæði vilji banna rafskúturnar.

Af 1.4 milljón Parísarbúum greiddu þó einungis 103 þúsund atkvæði, eða um 8% íbúa. 91.300 voru fylgjandi banninu. 

Áður hafði borg­ar­stjórn Par­ís­ar fagnað komu raf­skútna og litið á ferðamát­ann sem lofts­lagsvæn­an kost sem meng­ar minna en bifreiðar, en síðan að raf­skút­ur voru fyrst aðgengi­leg­ar til leigu fyr­ir al­menn­ing árið 2018 hafa fleiri og fleiri regl­ur verið samþykkt­ar sem tak­marka notk­un þeirra. 

Meðal annars hafa bana­slys og kvart­an­ir frá gang­andi veg­far­end­um sett strik í reikn­ing­inn og telja margir að þessi ferðamát­i sé hættu­leg­ur. 

Anne Hidalgo borgarstjóri sagðist ætla að fylgja niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar eftir að hún greiddi sjálf atkvæði í gær. 

Bannið mun ekki ná til rafskútna í einkaeigu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert