Fyrrverandi forseti Kósovó neitar sök

Fyrrverandi forseti Kósovó, Hashim Thaci.
Fyrrverandi forseti Kósovó, Hashim Thaci. AFP/Koen van Weel

Fyrrverandi forseti Kósovó, Hashim Thaci, neitaði sök frammi fyrir stríðsglæpadómstóli í dag.

Thaci og þrír aðrir eru sakaðir um að hafa borið ábyrgð á um 100 morðum í frels­is­stríðinu árin 1998-1999. Yfir tíu þúsund manns lét­ust í stríðinu sem lauk ekki fyrr en Atlantshafsbandalagið skarst í leik­inn.

Thaci var einn af stofnendum frelsishers Kósovó (KLA) sem barðist fyrir sjálfstæði ríkisins á tíunda áratugnum og er hann hylltur sem hetja í Kósovó.

KLA var samansettur af albönskum málaliðum sem voru búsettir á svæði sem tilheyrir nú Serbíu. Á stríðsárunum stóðu þeir fyrir árásum á Serba sem voru í minnihluta á svæðinu. 

Er Kósovó öðlaðist sjálfstæði árið 2008 varð Thaci fyrsti forsætisráðherra ríkisins, og síðar forseti. Hann sagði af sér árið 2020 eft­ir að stríðsglæpa­dóm­stóll­inn í Haag ákærði hann fyr­ir stríðsglæpi.

Brotin átti sér stað á 100 stöðum

BBC greinir frá því að fórnarlömb voni að réttarhöldin, sem fara fram í Haag, afhjúpi hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stríðinu.

Stríðsglæpa­dóm­stóll­inn í Haag.
Stríðsglæpa­dóm­stóll­inn í Haag. AFP/Koen van Weel

Samkvæmt ákærunni áttu glæpirnir sér stað á fleiri en 100 stöðum í Kósovó og Norður-Albaníu. Serbar voru handteknir ólöglega og þeim misþyrmt eða þeir myrtir. 

Ásamt Tachi eru Kadri Veseli, fyrrverandi forseti kósovóska þingsins, Jakup Krasniqi, fyrrverandi talsmaður KLA og Rexhep Selimi, fyrrverandi yfirmaður KLA ákærðir. 

Allir fjórir sakborningarnir neita sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert