Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 við Súmötru

Ekki hefur verið tilkynnt um mannfall eða eignatjón eftir jarðskjálftann.
Ekki hefur verið tilkynnt um mannfall eða eignatjón eftir jarðskjálftann. AFP/Juni Kriswanto

Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 varð við eyjuna Súmötru á Indónesíu klukkan 14.59 að íslenskum tíma í dag.

Hús hristust og íbúar urðu hræddir en hvorki hefur verið tilkynnt um andlát né skemmdir á mannvirkjum vegna skjálftans.

Veðurstofa Indónesíu segir að ekki hafi verið gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans en varaði íbúa við hættum sem stafa af mögulegum eftirskjálftum.

602 létust í nóvember fyrra eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir Vestur-Jövu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert