Kona handtekin vegna sprengingarinnar í Pétursborg

Rússneska lögreglan hefur handtekið konu vegna spreng­ingar sem varð á kaffi­húsi í Pét­urs­borg í gær.

Bloggarinn Vladlen Tatarkí lést í sprengingunni en hann hélt úti einu helsta bloggi Rúss­lands til­einkuðu stríðsátök­um og var mik­ill stuðnings­maður inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu.

Hin 26 ára gamla Darya Trepova var sett á lista yfir eftirlýsta einstaklinga innanríkisráðuneytisins skömmu eftir að sprengjan sprakk og síðar var staðfest að hún hefði verið handtekin. 

Vladlen Tatarkí hélt úti einu helsta bloggi Rúss­lands til­einkað stríðsátök­um …
Vladlen Tatarkí hélt úti einu helsta bloggi Rúss­lands til­einkað stríðsátök­um og var mik­ill stuðnings­maður inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu. AFP/@Vladlentatarskybooks

Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að Tatarkí hafi fengið í hendur styttu skömmu fyrir sprenginguna. Talið er að sprengjan hafi leynst inn í henni. 

BBC greinir frá því að fjöldi fólks hafi særst. 

Kaffihúsið þar sem sprengingin varð var eitt sitt í eigu Jev­genís Prígosjíns yf­ir­manns Wagner-málaliðasveit­ar­inn­ar. 

Prígosjín birti myndskeið í gærkvöldi þar sem hann minntist Tatarkís, sem hét réttu nafni Maxím Fomin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert