Myndskeið: Ótrúleg heppni og lífsbjörg

Skjáskot úr myndskeiðinu þar sem sjá má björgunina.
Skjáskot úr myndskeiðinu þar sem sjá má björgunina.

Ian Steger, sem var á snjóbretti í Mount Baker í Washington-ríki fyrir helgi, á skíðamanninum Francis Zuber líf sitt að launa.

Þetta má að minnsta kosti ráða af myndskeiðinu, sem farið hefur um sem lús í leikskóla, og tekið var upp á myndavél sem föst var á hjálmi skíðamannsins.

Lá á kafi í snjónum

Þar sést hvernig Zuber rétt svo kemur auga á bretti Steger, sem hafði endastungist á kaf ofan í fönnina og lá þar lóðréttur og fastur.

Það má kallast ótrúleg heppni, að Zuber hafi einmitt átt leið þar hjá og komið auga á hann.

Í samtali við ABC-fréttastofuna kveðst Steger afar þakklátur bjargvættinni sinni. Myndskeiðið af björguninni má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert