Ian Steger, sem var á snjóbretti í Mount Baker í Washington-ríki fyrir helgi, á skíðamanninum Francis Zuber líf sitt að launa.
Þetta má að minnsta kosti ráða af myndskeiðinu, sem farið hefur um sem lús í leikskóla, og tekið var upp á myndavél sem föst var á hjálmi skíðamannsins.
Þar sést hvernig Zuber rétt svo kemur auga á bretti Steger, sem hafði endastungist á kaf ofan í fönnina og lá þar lóðréttur og fastur.
Það má kallast ótrúleg heppni, að Zuber hafi einmitt átt leið þar hjá og komið auga á hann.
Í samtali við ABC-fréttastofuna kveðst Steger afar þakklátur bjargvættinni sinni. Myndskeiðið af björguninni má sjá hér að neðan.
This man is a HERO‼️ Francis Zuber ‘s headcam shows him rescuing a snowboarder who was buried head down in deep powder at Mt. Baker, Washington! Luckily, he spotted him as he almost passed him. #skiing #snowboarding pic.twitter.com/SyWYFSXcPd
— DeL2000 (@DeL2000) April 1, 2023