Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsækir Varsjá, höfuðborg Póllands, á miðvikudag.
Selenskí hefur sjaldan farið út fyrir landamæri Úkraínu síðan stríðið hófst í febrúar í fyrra.
„Þetta verður opinber heimsókn,“ sagði Marcin Przydacz, yfirmaður skrifstofu alþjóðasamskipta Póllands, í útvarpsviðtali.
Þá sagði hann að Selenskí myndi einnig hitta Úkraínumenn búsetta í Póllandi.