Jarðskjálfti af stærð 7 varð á Norðvestur-Papúa Nýju-Gíneu í morgun.
Nokkur hús eyðilögðust en ekki hafa borist neinar fregnir af slösuðum. Skjálftinn varð á afskekktu svæði.
Jarðskjálftinn varð um klukkan fjögur í morgun að staðartíma á 62 kílómetra dýpi í Austur-Sepik-héraði.
„Hingað til hafa nokkur hús eyðilagst en sem betur fer hefur enginn látið lífið,“ sagði Johnson Wapuna þingmaður á samfélagsmiðlum.
Þingmaðurinn bað íbúa að vera í viðbragðsstöðu en ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun eftir skjálftann.