87 ára gömul kona frá Bury á Englandi lést af völdum ofkælingar í kjölfar þess að hún neitaði að setja hitann á af ótta við háan orkureikning.
Konan hét Barbara Bolton og er lýst af fjölskyldumeðlimum sem svo að hún hafi verið af gamla skólanum. Þegar ömmubarn kom að henni var líkamshiti hennar kominn í 28 gráður og lá hún á eldhúsgólfinu án þess að geta tjáð sig.
Var hún færð í flýti á spítala þar sem hún lést. Var formleg dánarorsök sögð lungnabólga.
Málið var rannsakað á spítalanum og rætt var við son hennar Mark Boltin vegna þess. Fram kemur að hann hafi talað við móður sína daglega en henni hafi verið hvergi haggað varðandi það að setja hitann á. Varð það henni að lokum að aldurtila.