Versta lestarslys síðustu ára

Einn lést í slysinu sem varð klukkan hálf fjögur að …
Einn lést í slysinu sem varð klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt. AFP/Nick Gammon

Öllum ferðum lesta frá Leiden til Haag í Hollandi hefur verið aflýst í dag eftir að einn lést í alvarlegu lestarslysi þar seint í nótt. John Voppen forstjóri ProRail sagði daginn svartan fyrir hollenska lestarkerfið. 

30 manns særðust í slysinu og var ellefu þeirra veitt aðhlynning í nærliggjandi húsum. 19 voru fluttir á sjúkrahús. 

Slysið er eitt versta lestarslys sem orðið hefur í Hollandi á síðustu árum. 

Tildrög slyssins eru enn óljós.
Tildrög slyssins eru enn óljós. AFP/Nick Gammon

„Fyrst heyrðum við hvell“

Farþega­lest klessti á bygg­ing­arkrana og fór af spor­inu um hálf­fjög­ur í nótt að staðar­tíma. Slysið varð nærri bæn­um Voorschoten, um átta kíló­metra norður af Haag. Um 50 farþegar voru um borð í lestinni sem var á leið frá Amsterdam til Haag. 

„Fyrst heyrðum við hvell, síðan annan seinna og var hann hærri,“ sagði Chris van Engelenburg sem býr í grennd við slysstaðinn. „Síðan heyrðum við öskur. Þetta var ekki gott,“ bætti hann við. 

Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur ræðir við íbúa á svæðinu.
Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur ræðir við íbúa á svæðinu. AFP/Nick Gammon

Hinn látni var starfsmaður byggingaverktakans BAM sem vann að viðgerðum við lestarteinana í grennd við Voorschoten. 

Rannsókn á slysinu stendur yfir en vegna framkvæmda á teinunum voru tvennir teinar af fernum ekki í notkun. 

„Við vitum ekki af hverju lestin lenti á krananum. Það verður að rannsaka þetta almennilega,“ sagði Wouter Koolmees forstjóri NS, sem rekur hollenska lestarkerfið.

Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur fór á vettvang slyssins í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert