Silvio Berlusconi, fjölmiðlamógúll og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, liggur nú á gjörgæsludeild á San Raffaele sjúkrahúsinu í Mílan vegna hjartavandamála.
Aðstandandi hans staðfestir þetta en ekki liggur fyrir hvenær hann var lagður inn.
Berlusconi er 86 ára að aldri en heilsu hans hefur hrakað mikið undanfarin ár og hefur hann dvalið mikið á spítala eftir að hann sýktist af kórónuveirunni árið 2020.