Eiginmaður Sturgeon handtekinn

Nicola Sturgeon og eiginmaður hennar Peter Murrell.
Nicola Sturgeon og eiginmaður hennar Peter Murrell. AFP/Andy Buchanan

Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsta ráðherra Skotlands, var handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á fjármálum Skoska þjóðarflokksins.

Murell er 58 ára gamall og var handtekinn snemma í morgun. Var hann framkvæmdastjóri flokksins þar til hann sagði upp störfum í síðasta mánuði. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hann hafi verið færður í járnum til yfirheyrslu vegna fjármögnunar og fjármála flokksins. 

Í febrúar sagði eiginkona hans af sér sem forsætisráðherra Skota. Hafði hún gengt starfinu í átta ár. Lét hún sömuleiðis af störfum sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. 

Laug að fjölmiðlum

„Lögreglumenn eru einnig að framkvæma húsleitir í nokkrum húsum,“ sagði einnig í tilkynningu lögreglu. 

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að Murrell hafi ítrekað verið spurður út í meint hvarf hárra styrkja til flokksins og vegna persónulegs láns sem hann veitti flokknum. 

Murrell sagði upp störfum eftir að hafa ranglega neitað því í fjölmiðlum að 30 þúsund manns hafi sagt sig úr flokknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert