Eldur braust út í rússneska varnarmálaráðuneytinu síðdegis að staðartíma. Samkvæmt hinni rússnesku Tass-fréttastofu er búið að slökkva eldinn.
Fjölmörg myndbönd birtust á samfélagsmiðlum þar sem sjá má svartan reyk koma úr byggingunni. Samkvæmt upplýsingum frá rússneskum yfirvöldum urðu engin slys á fólki.
Reuters segir frá
‼️Russian Defence Ministry building in #Moscow on fire, Russian media reported. pic.twitter.com/QVmY492xHS
— KyivPost (@KyivPost) April 5, 2023