Fimm fórust í hvirfilbyl

Fmm hafa látist vegna hvirfilbyls í Missouri-ríki í Bandaríkjunum.
Fmm hafa látist vegna hvirfilbyls í Missouri-ríki í Bandaríkjunum.

Að minnsta kosti fimm eru látnir vegna hvirfilbyls sem reiðs yfir Missouri-ríki í Bandaríkjunum í morgun.

Fjöldi bæja á svæðinu lentu undir barði bylsins að því er segir í fésbókarfærslu Casey A. Grahams, lögreglustjóra í Bollinger-umdæmi í Missouri. Þar staðfestir hann einnig dauðsföllin fimm sem öll urðu í umdæminu.

Hvirfilbylir eru afar algengir í Bandaríkjunum og samkvæmt umfjöllun fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvarinnar hafa ellefu hvirfilbylir riðið yfir seinasta einn og hálfa sólarhring í ríkjunum Iowa, Illinois og Missouri.

Í síðustu viku var greint frá því að hvirfilbylur hefði tætt sig í gegnum Mississippi-ríki í Bandaríkjunum og fórust a.m.k. 30 vegna hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert