Musk í deilum við enn einn fjölmiðilinn

Útvarpsstöðin NPR á í ósáttum með Elon Musk vegna þess …
Útvarpsstöðin NPR á í ósáttum með Elon Musk vegna þess að fjölmiðillinn er skráður sem „ríkistendur“ á Twitter. AFP/Frederic J. Brown

Banda­ríska rík­is­út­varpið NPR hef­ur lýst yfir reiði sinni gagn­vart auðjöfr­in­um Elon Musk eft­ir að Twitter, sem er í eigu Musks, skráði stöðina sem „rík­is­tengd­an fjöl­miðil“ á sam­fé­lags­miðlin­um.

Skrán­ing­in á NPR kem­ur aðeins nokkr­um dög­um eft­ir að sam­fé­lags­miðill­inn svipti twitter-reikn­ing New York Times af bláu staðfest­ing­ar­hak­inu vegna þess að hann kaðst ekki ætla að greiða fyr­ir það.

Sam­kvæmt regl­um sam­fé­lags­miðils­ins munu þess­ar skrá­setn­ing­ar tak­marka dreif­ingu á færsl­um fjöl­miðils­ins á á Twitter, en áður hafa fjöl­miðlar á borð við hinn rúss­neska RT og kín­verska sjón­varps­stöðin CCTV fengið þenn­an stimp­il á sig. 

Eru með rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði

„Það olli okk­ur von­brigðum að sjá að Twitter hafi merkt NPR sem ,rík­is­tengd­an fjöl­miðil‘ í gær­kvöldi“ sagði John Lans­ing, fram­kvæmda­stjóri NPR, og bætti við að sam­kvæmt regl­um Twitter, eigi það ekki við um fjöl­miðil­inn.

Lans­ing sagði að NPR væri með „upp í millj­ón hlust­enda sem reiða sig á okk­ur fyr­ir þá sjálf­stæðu, staðreynda­miðuðu blaðamennsku sem við veit­um“.

Sam­kvæmt heimasíðu NPR kem­ur stærsti hluti fjár­veit­ing­ar til stöðvar­inn­ar frá öðrum fjöl­miðlum, sem fá þó nokkr­ir fé frá ein­stök­um styrkt­araðilum og op­in­ber­um sjóðum.

Þjón­ustumiðstöð Twitter hef­ur jafn­vel ít­rekað með skýr­um hætti að NPR ætti ekki að falla und­ir skil­grein­ing­una.

„Rík­is­fjár­magnaðir fjöl­miðlar með rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði, eins og BBC í Bretlandi eða NPR í Banda­ríkj­un­um svo dæmi séu tek­in, eru ekki skil­greind­ir sem rík­is­fjár­magnaðir fjöl­miðlar sam­kvæmt þess­um regl­um,“ kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá þjón­ustumiðstöð Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka