Ástand Berlusconi „stöðugt“

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2019.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2019. AFP

Ástand Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, er „stöðugt“, en hann var fluttur á gjörgæslu í gær.

Antonio Tajani, utanríkisráðherra og flokksbróðir Berlusconi, sagði ítölskum fjölmiðlum að hann hefði nýverið rætt við lækni Berlusconi. 

„Hann sagði mér að Silvio Berlusconi átti átakanlega nótt en ástand hans er nú stöðugt.“

Tajani sagði í gær að Berlusconi væri á gjörgæslu vegna þrálátrar sýkingar. 

Fjölmiðlar fylgjast með fyrir utan sjúkrahúsið í Mílanó.
Fjölmiðlar fylgjast með fyrir utan sjúkrahúsið í Mílanó. AFP/Gabriel Bouys

Ítalska dagblaðið Corriere della Sera sagði að fyrrverandi forsætisráðherrann hafi greinst með hvítblæði og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús er hann átti erfitt með andardrátt. 

Berlusconi er 86 ára gamall og hefur heilsu hans hef­ur hrakað mikið und­an­far­in ár. Hann hef­ur dvalið mikið á spít­ala eft­ir að hann sýkt­ist af kór­ónu­veirunni árið 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert