Ísrael varð fyrir eldflaugaárás Líbanons

Sprengjubrot skemmdu þessar rúður í ísraelska bænum Shlomi í norðurhluta …
Sprengjubrot skemmdu þessar rúður í ísraelska bænum Shlomi í norðurhluta Ísraels í dag. AFP/Oren Ziv

Á fjórða tug eldflauga var skotið frá Líbanon til Ísraels í dag.

Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að 25 af 34 eldflaugum hafi verið skotnar niður. Fimm þeirra hafi endað innan lögsögu Ísraels.

Ekki hefur verið tilkynnt mannfall vegna sprengjuárásirnar.

Palestínskir hópar að verki

Richard Hecht, undirofursti hjá ísraelska hernum, segist vita fyrir víst að árásin hafi verið á ábyrgð palestínskra hópa.

„Þetta gæti verið Hamas eða Islamic Jihad, við eigum enn eftir að klára að rannsaka það, en þetta var ekki Hezbollah,“ er haft eftir Hecht í frétt AFP.

„Við gerum ráð fyrir að Hezbollah hafi vitað af árásinni, og Líbanon verður einnig að taka einhverja ábyrgð. Við erum einnig að rannsaka hvort Íran tengist þessu,“ sagði Hecht.

AFP/Oren Ziv

Fordæma árásina

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist fordæmda eldflaugahríðina að sögn talsmanns hans. Kallar hann eftir því að allir aðilar stígi varlega til jarðar.

Vedant Patel, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segist einnig, í samtali við AFP, fordæma árásina.
„Skuldbinding okkar varðandi öryggi Ísraels er óhagganleg, og við viðurkennum rétt Ísraels til þess að verja sig gegn hvers kyns árásum,“ sagði Patel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka