Maður í Queensland í Ástralíu hefur verið ákærður fyrir að fanga villtan breiðnef. Vafði hann handklæði um dýrið, tók það með sér í lest og leyfði farþegum að klappa því.
BBC segir frá.
Maðurinn er ákærður fyrir að taka verndað dýr úr náttúrulegu umhverfi sínu og fyrir að halda því föngnu.
Gæti hann átt yfir höfði sér sekt upp á 430.000 ástralska dollara, eða því sem nemur tæpum 40 milljónum króna.
Breiðnefur og mjónefur eru einu dýrategundirnar sem teljast spendýr en verpa eggjum.