Eigi ekki skilið að fara í fangelsi

Viðtal Morgan við Daniels er fyrsta viðtalið við hana síðan …
Viðtal Morgan við Daniels er fyrsta viðtalið við hana síðan réttarhöldin yfir Trump hófust. AFP

Stor­my Daniels tel­ur að Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, eigi ekki að vera dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar vegna ákæra á hend­ur hon­um. 

„Mér finnst að hann eigi ekki að hljóta fang­elsis­vist fyr­ir glæp­ina sem hann hef­ur framið,“ sagði Daniels í viðtali við Piers Morg­an. 

Trump lýsti yfir sak­leysi sínu af þeim ákær­um, sem Al­vin Bragg, sak­sókn­ari á Man­hatt­an, hef­ur lagt fram gegn Trump. Ákær­urn­ar eru 34 tals­ins, og sak­ar Bragg Trump um að hafa falsað reikn­inga og önn­ur viðskipta­gögn.

Trump gæti átt yfir höfði sér fjög­urra ára fang­elsi verði hann sak­felld­ur. 

Lögmaður Trump borgaði Daniels 130 þúsund doll­ara fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016 fyr­ir þögn henn­ar vegna meints ástar­sam­bands þeirra. Trump greiddi síðan lög­mann­in­um til baka er hann gegndi embætti for­seta og skýrði greiðsluna sem lög­fræðikostnað. 

„Ég er sú eina sem er að segja sann­leik­ann

Viðtal Morg­an við Daniels er fyrsta viðtalið við hana síðan rétt­ar­höld­in yfir Trump hóf­ust. 

BBC grein­ir frá því að Daniels tel­ur þó að ef Trump verður sak­felld­ur fyr­ir aðra glæpi sem hann hef­ur verið sakaður um skuli hann hljóta fang­elsis­vist, svo að aðrir haldi ekki að þeir kom­ist upp með sömu glæpi og Trump. 

Í öðrum ríkj­um er verið að rann­saka brot Trump, meðal ann­ars fyr­ir að reyna að hafa áhrif á fram­vindu kosn­inga­bar­átt­unn­ar í Georgíu-ríki og hlut hans í árás­inni á þing­húsið í Washingt­on-borg. 

Spurð hvort hún ætli að bera vitni í rétt­ar­höld­un­um svaraði Daniels ját­andi. „Ég er sú eina sem er að segja sann­leik­ann,“ sagði hún og bætti við að hún hafi ekk­ert að fela. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert