Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael hefur virkjaði varalið lögreglu og hersins eftir hryðjuverkaárás í borginni Tel Aviv þar sem ökumaður keyrði á ferðamenn.
Í yfirlýsingu frá öryggisyfirvöldum kemur fram að maður um þrítugt hafi farist og fimm aðrir voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla.
Tveir slasaðra hlutu minniháttar meiðsl en hinir þrír, þar á meðal einn 17 ára einstaklingur, hlutu alvarlegri áverkanir.
Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Tel Aviv kemur fram að árásarmaðurinn hafi verið drepinn. Þar var einnig tilkynnt að fórnarlömbin hafi verið ferðamenn en ekki var sagt til um þjóðerni þeirra.
Netanyahu virkjaði því varalið lögreglu vegna árásinnar í Tel Aviv en einnig vegna annarrar árásar sem varð í landinu, þar sem fyrr í dag voru tvær stúlkur, 16 og 20 ára, skotnar til bana í bílnum sínum á Vesturbakkanum.
Auk þess hlaut móðir þeirra einnig afar alvarleg meiðsl. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á skotárásinni.