Flugmaður nauðlenti með kóbraslöngu á bakinu

Bit frá kóbraslöngu getur verið lífshættulegt. Mynd úr safni.
Bit frá kóbraslöngu getur verið lífshættulegt. Mynd úr safni. Ljósmynd/Wikipedia.org

Suður-afrískur flugmaður að nafni Rudolf Erasmus nauðlenti flugvél sinni í borginni Welkom í Suður-Afríku á mánudaginn eftir að hann varð þess var að kóbraslanga hafði skriðið upp bakið á honum.

Bit frá kóbraslöngum í Suður-Afríku inniheldur mikið eitur sem getur eyðilagt taugakerfið og geta bit þeirra verið banvæn mannfólki.

Erasmus flaug fjórum farþegum í lítilli einkaflugvél frá Bloemfontein, höfuðborg Suður-Afríku, til borgarinnar Pretoria á mánudaginn áður en hann þurfti að nauðlenda flugvélinni á miðri leið. Honum var hrósað af stjórnvöldum þar í landi í dag fyrir að sýna af sér óaðfinnanlegt hugrekki í viðbrögðum sínum við kóbraslöngunni óvæntu.

Þrátt fyrir mjög hættulegar aðstæður náði Erasmus að lenda flugvélinni rólega án þess að nokkur slasaðist. Erasmus sagði í samtali við fjölmiðla í Suður-Afríku að hann hafði orðið var við slönguna í miðju flugi þegar að hann fann fyrir einhverju köldu á bakinu sínu. Hann segist hafa ákveðið að hreyfa sig eins og lítið og hægt er og einbeitt sér að því að lenda flugvélinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert