Hundruð þúsundir heimila í austurhluta Kanada er enn án rafmagns eftir mikinn ísstorm sem varð á miðvikudaginn þar sem tveir létu lífið.
Um 630.000 heimili voru enn án rafmagns í morgun en mest voru 1,1 milljón heimili rafmagnslaus í landinu.
Áætlað er að rafmagn verði komið á á flestum heimilum á miðnætti í kvöld en sum þeirra gætu verið rafmagnslaus fram á mánudag.
Íbúi í Ontario lést þegar tré féll á hann á miðvikudag. Maður á sextugsaldri lést á fimmtudagsmorgun er hann varð undir grein af tré sem hann var að reyna að höggva í garðinum sínum, nálægt Montreal.