Rússneski vopnasalinn Viktor Bout, sem var látinn laus úr bandarísku fangelsi í fyrra, hvatti Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að leita hælis í Rússlandi þar sem að hann væri í „lífshættu“.
Bout er einnig þekktur sem „kaupmaður dauðans“. Hann var látinn laus í desember úr bandarísku fangelsi í staðinn fyrir bandarísku körfuboltakonuna Britney Griner sem sat í rússnesku fangelsi.
„Ég trúi því að þú sért í lífshættu,“ sagði í skilaboðum sem Bout sendi Trump á Telegram og sýndi blaðamönnum í Moskvu.
„Stjórn Biden mun ekki hætta að draga þig í gegnum réttarkerfið,“ sagði Bout og átti þar við Joe Biden Bandaríkjaforseta.
„Þeir munu fyrr enda líf þitt en að leyfa þér að standa í vegi fyrir þeim.“
Bout hefur lengi dásamað Trump og sagði að hann myndi búa við öryggi í Rússlandi og að þaðan gæti hann leitt Bandaríkjamenn.
Bout fékk 25 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en var líkt og áður sagði látin laus í skiptum fyrir Griner. Hann er nú genginn til liðs við rússneskan þjóðernisflokk.
Bout er talinn hafa selt uppreisnarmönnum víðs vegar um heim vopn til að heyja blóðuga bardaga. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og framseldur til Bandaríkjanna árið 2012.