Tveir þingmenn Demókrataflokksins í Tennessee-ríki voru leystir frá störfum af ríkisþinginu eftir að þeir tóku þátt í mótmælum þar sem krafist var hertari byssulöggjöf.
Mótmælin voru haldin í kjölfar skotárásar í barnaskóla í Nashville í lok mars þar sem sex manns létu lífið.
Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi brottrekstur þingmanna og sagði að verið væri að reyna að „refsa, þagga niður í og reka réttkjörna fulltrúa íbúa Tennessee“.
Þingmennirnir voru hluti af þríeyki sem eru þekkt sem „Tennessee þríeykið“, líkt og hljómsveitin sem fylgdi tónlistarmanninum Johnny Cash.
Þríeykið stóð fyrir háværum mótmælum í þingsal fyrir viku síðan. Þau voru sökuðu um brot á þingsköpum og siðareglum þingsins.
Demókratarnir Justin Jones og Justin Pearson hafa verið leystir frá störfum en Gloria Johnson heldur sæti sínu.
Jones og Pearson eru báðir svartir á hörund og voru yngstu þingmenn ríkisþingsins. Johnson er hins vegar hvít á hörund og leiddi ekki mótmælin.
Fleiri hundruð manna komu saman, þar á meðal þingmennirnir, í þinginu fyrir viku síðan til að mótmæla byssulöggjöfinni.