Fjörutíu og fjórir létu lífið í tveimur árásum í norðurhluta Búrkína Fasó á fimmtudaginn. Fleiri eru særðir. Yfirvöld í landinu greindu frá þessu í dag.
Árásirnar áttu sér stað í þorpunum Kourakou og Tondobi.
Stjórnvöld hafa kennt hryðjuverkahópum um árásirnar en enn sem komið er hefur enginn hópur viðurkennt að hafa framið þær.