Björn drap skokkara á Ítalíu

Mynd úr safni af brúnbirni sem einnig er þekktur sem …
Mynd úr safni af brúnbirni sem einnig er þekktur sem skógarbjörn. AFP

Bjarndýr drap mann sem var úti að skokka á göngustíg í skóglendi í norðvesturhluta Ítalíu á miðvikudaginn.

Andrea Papi, 26 ára, fór út að skokka nálægt þorpinu Caldes í Trentino-héraði, þar sem hann bjó.

Þegar hann skilaði sér ekki til baka hafði fjölskylda hans samband við lögreglu. Lík hans fannst síðan aðfaranótt fimmtudags.

Ætla að leita bjarndýrið uppi 

Papi hafði djúpa skurði á hálsi, handleggjum og brjóstkassa en krufning leiddi í ljós að hann hafði látist af sárum sínum er bjarndýr réðist á hann.

Sveitarstjóri Trentino-héraðs, Maurizio Fugatti, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að leita bjarndýrið uppi og drepa það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert