Dómari stöðvar lyf fyrir þungunarrof

Kona skoðar upplýsingar um lyfið mifepristone á símanum sínum.
Kona skoðar upplýsingar um lyfið mifepristone á símanum sínum. AFP/Olivier Douliery

Al­rík­is­dóm­ari í banda­ríska rík­inu Texas hef­ur ógilt leyfi sem banda­ríska mat­væla- og lyfja­eft­ir­litið samþykkti fyr­ir tveim­ur ára­tug­um um ör­yggi og skil­virkni lyfs fyr­ir þung­un­ar­rof. 

Lyfið nefn­ist mifeprist­one. 

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, skipaði dóm­ar­ann íhalds­sama í embættið á sín­um tíma.

Mat­væla- og lyfja­eft­ir­litið og banda­ríska dóms­málaráðuneytið hafa bæði áfrýjað ákvörðun­inni. Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segjst ætla að „berj­ast gegn þess­um úr­sk­urði“.

„Máls­höfðunin og þessi úr­sk­urður er enn eitt skrefið, sem á sér eng­in for­dæmi, sem snýst um að taka í burtu grund­vallar­frelsi kvenna og stofna heilsu þeirra í hættu,“ sagði Biden í yf­ir­lýs­ingu.

Bú­ist er við því að málið endi í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert