ESB fordæmir árásir í Ísrael

Ísraelska lögreglan að störfum í Tel Aviv í gær eftir …
Ísraelska lögreglan að störfum í Tel Aviv í gær eftir bíl var ekið á ferðamenn. AFP/Ahmad Gharabli

Evrópusambandið hefur fordæmt mannskæðar árásir í Ísrael og eldflaugaaárásir frá Líbanon á landið.

„Evrópusambandið fordæmir algjörlega þetta ofbeldi,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, eftir árásirnar í borginni Tel Aviv í gær.

Hann fordæmdi einnig eldflaugaárásir frá Gasasvæðinu og Líbanon og bætti við: „Við hvetjum alla til að sína algjöra stillingu.“

Josep Borrell.
Josep Borrell. AFP/Kenzo Triboulliard

Tvær bresk/ísraelskar systur á aldrinum 16 til 20 ára létust og móðir þeirra særðist alvarlega í skotárás á Vesturbakkanum í gær.

Síðar þennan dag lést einn maður og sjö slösuðust á aldrinum 17 til 74 ára þegar bíl var ekið á hóp fólks sem var á göngu í Tel Aviv.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert