Úkraínumenn flytja aftur út rafmagn

Reykur umlykur rafmagnslínur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, eftir flugskeytaárás Rússa …
Reykur umlykur rafmagnslínur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, eftir flugskeytaárás Rússa fyrir mánuði síðan. AFP/Sergei Supinskí

Úkraínumenn geta núna í fyrsta sinn í sex mánuði selt rafmagn til annarra þjóða.

Rússar hófu árásir á orkuinnviði Úkraínu í október í fyrra og leiddu þær til rafmagnsleysis víða um landið í vetur. 

Úkraínumenn þurftu fyrir vikið að hætta að flytja út rafmagn og er það fyrst núna sem þeir geta gert það á nýjan leik, að því er BBC greindi frá. 

Herman Halushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, undirritaði tilskipun sem heimilar útflutninginn. Heimamenn verða þó áfram í forgangi þegar kemur að því að deila út rafmagni.

Ráðherann segir að framleiðsla á rafmagni í landinu hafi verið umfram það sem Úkraínumenn hafa haft not fyrir síðastliðna tvo mánuði.

„Erfiðasti veturinn til þessa er liðinn,“ sagði Haluschchenko.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert