Fjórir fórust í snjóflóði sem féll nærri Mont Blanc í suðausturhluta Frakklands í dag. Meðal hinna látnu eru tveir fjallaleiðsögumenn.
Auk þess er tveggja saknað eftir snjóflóðið. Þeirra var leitað í dag en hlé hefur verið gert á leitinni. Hún mun hefjast aftur klukkan sjö í fyrramálið.
Þá slasaðist einn lítilsháttar í snjóflóðinu. Átta aðrir sem lentu í því sluppu óslasaðir.
Engin snjóflóðaviðvörun hafði verið gefin út fyrir svæðið.
„Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Neyðarþjónusta okkar hefur verið virkjuð til að finna þá sem eru enn fastir í snjónum,“ skrifaði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, á Twitter í dag.
Au glacier d’Armancette dans les Alpes, une avalanche a fait des victimes. Nous pensons à elles, ainsi qu’à leurs familles. Pour retrouver les personnes encore bloquées dans la neige, nos forces de secours sont mobilisées. Nos pensées les accompagnent, elles aussi.
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 9, 2023