Allt að tíu einstaklinga er saknað í frönsku borginni Marseille eftir að fjögurra hæða íbúðarblokk hrundi. Þeirra er nú leitað í rústum blokkarinnar.
Leitin hefur reynst björgunarfólki erfið þar sem eldur kom upp í rústunum. Ekki er vitað hvort fólkið er enn á lífi.
Talið er að sprenging hafi valdið því að byggingin hrundi. Það hefur þó ekki verið staðfest.