Sprengja fannst í Danmörku

Nymose-vatnið er í úthverfi Kaupmannahafnar.
Nymose-vatnið er í úthverfi Kaupmannahafnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Gömul handsprengja fannst við Nymose-vatnið í úthverfi Kaupmannahafnar í Danmörku í dag.

Lögreglan á Norður-Sjálandi girti svæðið af og hvatti fólk til að halda sig fjarri svæðinu, þar sem það gæti verið lífshættulegt að nálgast það.

Nýlega greindi lögreglan hins vegar frá því á Twitter að handsprengjan yrði sprengd og að búist væri við lítilli sprengingu. Ekki væri um lífshættulega sprengingu að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert