Sautján metra langur búrhvalur drapst eftir að hafa rekið á land á Balí seinnipartinn í gær.
Þetta er þriðji hvalurinn sem rekur á land á indónesísku eyjunni á rúmri viku.
Hvalurinn fannst á ströndinni Yeh Leh í héraðinu Jembrana í vesturhluta Balí.
Síðast rak 18 metra langan hval á land í héraðinu Klungkung á austurströnd Balí á miðvikudaginn.