Að minnsta kosti tveir farandverkamenn eru látnir og átján er saknað eftir að skip þeirra sökk í Miðjarðarhafinu á milli Túnís og Ítalíu aðfaranótt sunnudags.
Samkvæmt þýsku hjálparsamtökunum ResQship var 22 bjargað og farið með þau á ítölsku eyjuna Lampedusa. Meðal þeirra sem bjargað var voru konur, karlar og börn frá Kamerún, Fílabeinsströndinni og Malí.
Þunguð kona var meðal þeirra sem bjargað var en áhöfn skipsins fann einnig lík tveggja karlmanna.
Alls voru 40 farandverkamenn á bátnum þegar hann fór frá Túnis. Talið er að þeir hafi greitt þrjú þúsund túniskra denara, eða um 140 þúsund krónur, fyrir að komast um borð í skipið.
„Við gerðum allt sem við gátum til að bjarga fleirum en það tókst ekki,“ sagði Stefen Seyfert hjá ResQship.