19 ára stunginn í Ósló

Árásin átti sér stað í hverfinu Hauketo í Ósló.
Árásin átti sér stað í hverfinu Hauketo í Ósló. AFP/Stian Lysberg Solum/NTB

19 ára karlmaður var stunginn í Ósló, höfuðborg Noregs, í dag. Maðurinn er ekki alvarlega særður en var þó fluttur á spítala.

Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Sá sem varð fyrir árásinni hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti atvikið. 

Tveir hafa verið handteknir vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert