42 ára látinn eftir líkamsárás í Danmörku

Frederikssund er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Kaupmannahöfn.
Frederikssund er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

42 ára gamall karlmaður lét lífið í dag eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í heimabæ sínum, í Frederikssund í Danmörku. Árásin átti sér stað klukkan tvö um nótt aðfaranótt sunnudags.

Lögreglan á Norður-Sjálandi gaf út yfirlýsingu um málið í dag.

Þá óskar lögreglan eftir vitnum að árásinni, en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert