Árásarmaðurinn hafði tengsl við bankann

Lögreglumenn voru komnir á vettvang fáeinum mínútum eftir að útkall …
Lögreglumenn voru komnir á vettvang fáeinum mínútum eftir að útkall barst. AFP/Leandro Lozada

Skotárásin í banda­rísku borg­inni Louis­ville í Kentucky-ríki í dag var framin í bankanum Old National Bank. Var árásin gerð klukkan 8.30 að staðartíma.

Fréttastofa ABC greinir frá.

Ekki var búið að opna bankann þegar árásin var framin. Árásarmaðurinn skaut fólk í fundarherbergi bankans.

Talið er að árásarmaðurinn hafi annað hvort verið núverandi eða fyrrverandi starfsmaður bankans.

Lögreglan fljót á vettvang

Lögreglumenn voru komnir á vettvang þremur mínútum eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina.

Minnst fjórir létu lífið í árásinni en fleiri eru særðir. Meðal hinna særðu eru tveir lögreglumenn.

Árásarmaðurinn lét lífið á vettvangi. Ekki er ljóst hvort hann hafi látið lífið eftir byssuskot frá lögreglu eða hvort hann hafi svipt sig lífi.

Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. AFP/Leandro Lozada
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert