Skotárásin í bandarísku borginni Louisville í Kentucky-ríki í dag var framin í bankanum Old National Bank. Var árásin gerð klukkan 8.30 að staðartíma.
Fréttastofa ABC greinir frá.
Ekki var búið að opna bankann þegar árásin var framin. Árásarmaðurinn skaut fólk í fundarherbergi bankans.
Talið er að árásarmaðurinn hafi annað hvort verið núverandi eða fyrrverandi starfsmaður bankans.
In response to the tragic shooting this morning at our Preston Pointe location in downtown Louisville, members of the...
Posted by Old National Bank on Mánudagur, 10. apríl 2023
Lögreglumenn voru komnir á vettvang þremur mínútum eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina.
Minnst fjórir létu lífið í árásinni en fleiri eru særðir. Meðal hinna særðu eru tveir lögreglumenn.
Árásarmaðurinn lét lífið á vettvangi. Ekki er ljóst hvort hann hafi látið lífið eftir byssuskot frá lögreglu eða hvort hann hafi svipt sig lífi.